Duet (2025)

Verkið ,,Dúet” er samansafn af textum frá höfundunum Brogan Davison og Pétri Ármannssyni sem þau hafa skrifað saman og í sitthvoru lagi í gegnum tíðina fyrir hverslags tilefni, t.d. umsóknartexti fyrir sýninguna Dúett sem fékk fyrst styrk frá

Sviðslistasjóði 2017 og aftur 2019 og fer loksins á svið á þessu ári, lögfræðibréf til Íslandsbanka fyrir hugverkastuld á sýningu þeirra ,,Dansaðu fyrir mig” og viðtal við föður Brogan Micky Hart sem er bílamálari en hefur verið í rokk og roll ábreiðuhljómsveit í 35 ár um lífsköllun hans um að vera rokkstjarna.

Þessum textum er ætlað að veita óvanarlega innsýn inn í samstarf og líf hjónanna en leitast sömuleiðis við að svara spurningum um sviðslistamiðilinn sjálfan en Brogan og Pétur hafa verið framarlega í tilraunum sínum sem sviðslistafólk þegar kemur að sviðsetningu hins persónulega á Íslandi.